17. júní haldin hátíðlegur á Laugum

0
140

17. júníhátíðarhöldin á Laugum fóru fram á íþróttavellinum í dag í frábæru veðri. Formleg hátíðarhöld hófust kl. 14:00 en börn gátu keypt sér blöðrur og fengið andlitsmálun fyrir skrúðgönguna. Dagskrá var með hefðbundnu sniði. Í hlutverki Fjallkonunar var Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir, en hátíðarræðuna flutti Valgerður Gunnarsdóttir alþingismaður.

Skrúðgangan.
Skrúðgangan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Boðið var upp á ýmsa leiki og þrautir fyrir börn og fullorna. Grillaðar voru pylsur og fleira góðgæti var til sölu. Börnum var ekið í kerru eftir hlaupabrautinni og var það vinsælt sem endranær. Dagurinn endaði svo með bíósýningu fyrir börn í Þróttó. Hér eru nokkrar myndir frá hátíðarhöldunum.  [scroll-popup-html id=”12″]

Fjallkonan, Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir
Fjallkonan, Rakel Ösp Aðalsteinsdóttir
17 júní 2013 023 (480x640)
Valgerður Gunnarsdóttir alþingsmaður.
Hömrungar sáu um grillið
Hömrungar sáu um grillið.
Börnunum ekið í kerru.
Börnunum ekið í kerru.