16 sjúkraflug til Svíþjóðar árið 2012

0
192

Flugfélagið Ernir sinnir sjúkraflugi milli Íslands og annarra landa og fór hátt í 20 sjúkraflug til Svíþjóðar á árinu 2012. Flest flugin voru farin með fólk í líffæraígræðslu til Gautaborgar en einnig voru farin þó nokkur flug til Stokkhólms með gjörgæslu sjúklinga.

IMG_6017

Flugfélagið Ernir festi kaup á fullkomnum sjúkrabúnaði fyrir um tveimur árum síðan og er þetta einn fullkomnasti búnaður sem völ er á og samþykktur af Flugöryggisstofnun Evrópu. Búnaður þessi er í eigu Flugfélagsins Ernis og ætlaður til nota í sjúkraflugum erlendis og er hann sá eini sinnar tegundar  á landinu. Búnaður vélarinnar er sá fullkomnasti og má nefna að um borð er öndunarvél, hjartalínurit, gangráður, stuðtæki ásamt fjölda lyfja og sérhæfðs búnaðar til inngripa. Einnig eru bráðatæknar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í flest öllum sjúkraflugum félagsins.

 

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er allur aðbúnaður og rými fyrir lækna, bráðatækna og annað fylgdarfólk sjúklings í alla staði mjög gott.

Hjá Flugfélaginu Erni starfa um 50 manns og sinnir félagið samhliða sjúkrafluginu áætlunarflugi til fimm áfangastaða ásamt leiguflugi innanlands sem utan.

Copy (2) of Jetstream ErnirAir-004 (1)