15 mín skákmót Goðans-Máta 16 nóv

0
73
Hið árlega 15. mín skákmót Goðans-Máta  verður haldið á Húsavík föstudagskvöldið 16 nóvember nk og hefst það kl 20:00, að því gefnu að veður verði sæmilegt. Teflt er í Framsýnarsalnum að Garðarsbraut 26.
Skákfélagið Goðinn-Mátar
Teflar verða skákir með 15 mín umhugsunartíma á mann og er reiknað með því að tefldar verði 7 umferðir eftir monrad-kerfi, en það fer þó eftir fjölda þátttakenda. Mótið er opið öllu skákáhugafólki. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin auk farandbikars og nafnbótina “15 mín meistari Goðans-Máta 2012” fyrir efsta sætið.
Núverandi 15 mín meistari Goðans-Máta er Smári Sigurðsson.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir þrjá efstu í flokki 16 ára og yngri.

Keppnisgjald er 1000 krónur fyrir fullorna en 500 krónur fyrir 16 ára og yngri.
Æskilegt er að áhugasamir skrái sig til leiks í síðasta lagi kvöldið fyrir mót hjá formanni í síma 4643187 eða 8213187 eða á lyngbrekku@simnet.is