14 milljónum úthlutað til landbótaverkefna í Þingeyjarsýslu

0
94

Úthlutun styrkja úr Landbótasjóði Landgræðslunnar árið 2014 er lokið. Til úthlutunnar voru alls rúmar 33 mkr. og þar af fengu verkefni í Þingeyjarsýslu rúmar 14 milljónir. Af þessum 33 milljónum er framlag Bændasamtaka Íslands 6,0 mkr, en samtök bænda hafa um árabil styrkt Landbótasjóð Landgræðslunnar myndarlega til uppgræðslu illa farinna afréttarlanda þar sem áhersla er lögð á samþættingu beitar og gróðurverndar og sjálfbærni lands. Frá þessu segir á vef Landgræðslunnar.

Landgræðslan

 

Alls bárust Landbótasjóði 57 umsóknir en árið 2013 voru þær 69. Við úthlutun styrkja í ár er sem lögð áhersla á að umsóknum fylgi landbótaáætlun og lögðu allir styrþegar fram slíka áætlun. Í flestum þeim verkefnum sem sjóðurinn styrkir verður að gera ráð fyrir að a.m.k. 3-4 ár taki að ná þeim árangri sem stefnt er að.

Í ár hefur verið úthlutað 32,3 mkr til 53 verkefna en árið 2012 voru styrkþegar 51 að tölu. Yfirlit yfir styrkþega og styrkt verkefni er að finna hér.