11 framboð í Norðausturkjördæmi

0
221

Í gær voru ellefu framboð samþykkt í Norðausturkjördæmi. Fjögur framboðanna; Björt framtíð, Hægri grænir, Flokkur heimilanna og Samfylkingin skiluðu ekki nógu mörgum meðmælendum. Þetta var framboðunum tilkynnt um kl. 9 í gærmorgun og skiluðu þau inn fleiri meðmælendum upp úr hádegi sama dag. Um sex leytið í gærkvöldi lauk þeirri keyrslu hjá Þjóðskrá og voru þá allir komnir með nægan fjölda meðmælenda.

X-2013
X-2013

 

Fjórir einstaklingar skiluðu inn framboðum, Arngrímur Pálmason, Benedikt Stefánsson, Ragnar Einarsson og Sturla Jónsson en þar sem þeir skiluðu ekki inn framboðum með tuttugu nöfnum né 300 meðmælendum voru þau dæmd ógild.

 

 

Eftirtalin framboð verða í boði á kjördag 27. apríl

A – Björt framtíð
B – Framsóknarflokkurinn
D – Sjálfstæðisflokkurinn
G – Hægri grænir
I – Flokkur heimilanna
J – Regnboginn
L – Lýðræðisvaktin
S – Samfylkingin
T – Dögun
V – Vinstri græn
Þ – Píratar

akureyrivikublad.is