107 þúsund gestir komu í Mývatnsstofu í fyrra

0
131

Árið 2015 komu rúmlega 107 þúsund gestir í Mývatnsstofu samanborið við rúmlega 89 þúsund árið 2014. Fjölgunin nemur tæplega 20% á milli ára. Þrátt fyrir óhagstætt veðurfar í Mývatnssveit virðast ferðamenn, þeir sem litu við í gestastofunni, ekki hafa látið kuldatíð á sig fá. Samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands var meðalhiti í Mývatnssveit 6,77 gráður í júlí. Frá þessu segir á facebooksíðu Friðlýstra svæða í Mývatnssveit.

Mývatnsstofa súlurit

 

Á meðfylgjandi mynd má sjá þróun í gestakomum Mývatnsstofu síðustu þrjú árin. Sjá má að fjölgunin er sérstaklega áberandi á jaðartíma þ.e. maí, september og október.