Skálmöld tónlistarflytjandi ársins

0
92

Þungarokkssveitin Skálmöld hlaut í hádeginu Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarflytjandi ársins í popp og rokki. Á vefsíðu Ríkisútvarpsins segir að tónleikar sveitarinnar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í nóvember hafi fengið lofsamlega dóma.

skálmöld

Liðsmenn sveitarinnar, sem eru eins og flestir vita, að uppistöðu þingeyingar, þökkuðu aðdáendum sínum, „börnum Loka“ við verðlaunaafhendinguna en sýnt var beint frá þessum fyrri hluta Íslensku tónlistarverðlaunanna á vef RÚV.

 

Síðari hluti verðlaunanna verður í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu kl. 20:00 í kvöld.

 

 

641.is óskar þeim Skálmaldarmönnum tl hamingju með verðlaunin.