100 þúsund baðgestir í Jarðböðin á árinu

0
262

Í dag kom 100 þúsundasti baðgesturinn í Jarðböðin við Mývatn á þessu ári, en gestum Jarðbaðanna hefur fjölgað jafnt og þétt frá opnun árið 2004. Stefán Gunnarsson, framkvæmdastjóri afhenti Hyeonsook-Jo frá Suður-Kóreu gjafakörfu með ýmsum íslenskum varningi að þessu tilefni, en hún er á ferð um Ísland ásamt dóttur sinni.

IMG_5075

 

 

 

 

 

 

 

 

“Þær ætla að verja viku á landinu og segja ferðina hafa verið mjög ánægjulega til þessa, en Mývatnssveitin skartaði sínu fegursta í dag.“ segir í fréttatilkynningu frá Jarðböðunum.