1. maí hátíðarhöldin fjölmenn að venju

0
203

Tæplega 600 manns sóttu hátíðarhöld þau sem stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum stóðu fyrir í Íþróttahöllinni á Húsavík á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í gær, 1. maí. Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar ávarpaði hátíðargesti áður en Reynir Gunnarsson söng maístjörnuna af miklum krafti en um undirleik sá Steinunn Halldórsdóttir. Frá þessu segir á 640.is 

Aðalsteinn Árni Baldursson flutti hátíðarræðu dagsins þar sem hann kom víða við og skaut föstum skotum. Honum var m.a tíðrætt um kjör almennings í samanburði við laun forstjóra stórra fyrirtækja.

Þá var boðið upp á tónlistar- og skemmtiatriði, Karlakórinn Hreimur söng undir stjórn Steinþórs Þráinssonar við undirleik Steinunnar Halldórsdóttur. Gísli Einarsson fór með gamanmál að alkunnri snilld við góðar undirtektir hátíðargesta. Og að lokum sungu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Jógvan Hansen nokkur lög við undirleik Karl Olgeirssonar.

Huld Aðalbjarnardóttir stjórnaði hátíðinni og á meðan henni stóð sáufulltrúar og starfsmenn aðildarfélaga Skrifstofu stéttarfélaganna um að ganga milli borða og færa tæplega 600 veislugestum kaffi og tertu frá Heimabakaríi.