flateyjarskjalfanda

Messa í Flateyjarkirkju á sunnudag

Messa verður í Flateyjarkirkju á Skjálfanda sunnudaginn 3 ágúst kl. 14.00 Félagar úr Kirkjukór Laugalandsprestakalls í Eyjafjarðarsveit og Kirkjukór Húsavíkurkirkju leiða söng undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Sr. Sighvatur Karlsson á Húsavík prédikar og … [Nánar.....]

Svavar Pálsson verðandi sýslumaður Norðurlands eystra. Mynd af 640.is

Svavar Pálsson skipaður sýslumaður á Norðurlandi eystra

Svavar Pálsson sýslumaður Þingeyinga hefur verið skipaður nýr sýslumaður á Norðurlandi eystra, en ný lög um umdæmaskipan sýslumanna taka gildi um næstu áramót. Embættin verða 9 í stað 24 áður, sem tryggir öflugri og stærri embætti og skapar ný tækifæri fyrir þessa mikilvægu þjónustu í öllum … Nánar.........

Þarna féll stór skriða úr fjallinu ofan í Öskjuvatn. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir

Gríðarleg skriða féll í Öskju

Að kvöldi 21. júlí um kl. 23:20-23:30 féll stór skriða úr Dyngjufjöllum við suð-austanvert Öskjuvatn. Skriðan var það stór að hún kom fram á jarðskjálftamælum allt vestur í Borgarfjörð. Mikill mökkur steig upp af Dyngjufjöllum á sama tíma en hjaðnaði fljótt. Skriðan myndaði flóðbylgju í Öskjuvatni, … Nánar.........

skiltið norðan við Vað

Marklaus skilti í Þingeyjarsveit.

Bílaumferð er nánast allsstaðar, flestum nauðsynleg, öðrum til þæginda en sumum til leiðinda, allt eftir því hvar hver er staddur. Mörgum þykir óþægilegt og það getur verið beinlínis hættulegt þegar bílaumferð er hröð þar sem vegir liggja mjög nálægt sveitabæjum, jafnvel gegnum hlað bæja. En það er … Nánar.........

Sýsluskrifstofan á Húsavík

Lögbannið staðfest

Sýslumaður Þingeyinga Svavar Pálsson hefur staðfest lögbann á Landeigendafélag Reykjahlíðar vegna rukkun gjalds fyrir aðgang að Hverum við Námafjall og Leirhnjúki i landi Reykjahliðar i Skútustaðahreppi. Sýslumaður mat tryggingar, sem hluti landeigenda Reykjahlíðar lögðu fram vegna lögbannsins … Nánar.........

Mynd. Helga Eymundsdóttir

Svifið um loftin blá

Margir ráku upp stór augu í Fnjóskadal í dag þegar loftblegur kom svífandi og sveif rétt yfir veginum við Hróarsstaði. Við eftirgrennslan 641.is kom í ljósa að þarna var á ferðinni Thomas Martin Seiz ferðaþjónusubóndi frá Nolli í Höfðahverfi ásamt tveimur vinum sínum frá Sviss. Í spjalli við 641.is … Nánar.........

Sundlaugin á Laugum

Búið að opna sundlaugina á Laugum

Sundlaugin á Laugum í Reykjadal var opnuð núna í hádeginu, en henni var lokað sl. þriðjudag vegna hálku á gófli í sturtuklefum. Nú er búið að leggja nýtt og betra efni á gólfin og sundlaugargestir geta nú gengið öruggum fótum um gólfið.   Sundlaugin á Laugum er opin alla daga milli kl … Nánar.........

Kistan-front-only

Ný bók eftir Elí Freysson

Út er komin fjórða bók Elí Freyssonar Kistan. Þetta er sjálfstætt framhald bókanna Meistari hinna blindu, Ógnarmáni og Kallið. Sagan gerist öll í sundraðri velöld þar sem mannkynið er umsetið illum öflum, en þar eru líka sterkir einstaklingar með yfirnáttúrulegan skynjun og krafta. Mismunandi … Nánar.........

Skjaldarmerki_Skutustadahrepps

Mývatnssveit ljósleiðaravædd

Þessa daganna er verið að leggja ljósleiðara um allan Skútustaðahrepp og gengur verkið, vel en hægar en vonir stóðu til. Staðan í dag er að langt er komið með að leggja inn í öll hús í sveitinni. Það klárast vonandi í lok júlí en tafir eru meðal annars vegna þess að hluti af strengjunum sem þarf að … Nánar.........

Hildur Ása

Langanes er ekki ljótur tangi

Föstudaginn 18. júlí kl. 17:00 opnar í Hafliðabúð á Þórshöfn sýning nýrra verka Hildar Ásu Henrýsdóttur. Sýnd verða málverk, teikningar og ljósmyndir er unnin voru við verkefnið Langanes er ekki ljótur tangi síðastliðinn júní. Í tilefni sýningarinnar mun Hildur bjóða gestum að njóta léttra veitinga … Nánar.........

Sundlaugin á Laugum

Sundlaugin á Laugum lokuð vegna hálku

Sundlaugin á Laugum verður lokuð frá og með deginum í dag og næstu daga vegna hálku á gólfi í sturtuklefum sundlaugarinnar. Gestir sundlaugarinnar hafa verið að hrasa á gólfinu og slasa sig að undanförnu og í gær þurfti að kalla til sjúkrabíl vegna þess að gestur slasaðist. Á dögunum var lagt nýtt … Nánar.........

Frá Þönglabakka

Þönglabakkamessa

Þann 27. júlí næskomandi kl. 14 verður messað á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti þjónar og Petra Björk Pálsdóttir organisti í Laufásprestakalli stýrir söng. Skipið Húni sem og grenvíski báturinn Fengur ætla að sigla í Þorgeirfjörð og … Nánar.........

Uppskera helgarinnar hjá Hasfdísi Sigurðardóttur

Hafdís sexfaldur Íslandsmeistari

Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr UFA vann til sex gullverðlauna, auk silfurverðlauna 4x400m boðhlaupi, á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um íþrótt­um sem fram fór í Kaplakrika um helg­ina. Hún vann því til verðlauna í öll­um sjö grein­un­um sem hún var skráð í. Hafdís fékk auk þess verðlaunabikar fyrir … Nánar.........