Þarna féll stór skriða úr fjallinu ofan í Öskjuvatn. Mynd: Jara Fatima Brynjólfsdóttir

Gríðarleg skriða féll í Öskju

Að kvöldi 21. júlí um kl. 23:20-23:30 féll stór skriða úr Dyngjufjöllum við suð-austanvert Öskjuvatn. Skriðan var það stór að hún kom fram á jarðskjálftamælum allt vestur í Borgarfjörð. Mikill mökkur steig upp af Dyngjufjöllum á sama tíma en hjaðnaði fljótt. … [Nánar.....]

Frá Þönglabakka

Þönglabakkamessa

Þann 27. júlí næskomandi kl. 14 verður messað á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti þjónar og Petra Björk Pálsdóttir organisti í Laufásprestakalli stýrir söng. Skipið Húni sem og grenvíski báturinn Fengur ætla að sigla í Þorgeirfjörð og … Nánar.........

Uppskera helgarinnar hjá Hasfdísi Sigurðardóttur

Hafdís sexfaldur Íslandsmeistari

Haf­dís Sig­urðardótt­ir úr UFA vann til sex gullverðlauna, auk silfurverðlauna 4x400m boðhlaupi, á Meist­ara­móti Íslands í frjáls­um íþrótt­um sem fram fór í Kaplakrika um helg­ina. Hún vann því til verðlauna í öll­um sjö grein­un­um sem hún var skráð í. Hafdís fékk auk þess verðlaunabikar fyrir … Nánar.........

Ævintýrakort barnanna. Mynd: hac.is

Ævintýrakortið komið í dreifingu

Þekkingarnet Þingeyinga hefur nú gefið út skemmtilegt afþreyingarkort fyrir alla fjölskylduna en það heitir Ævintýrakort barnanna – Bakkafjörður, Langanes og Þistilfjörður. Kortið er uppfullt af fróðleik um dýr, plöntur, skeljar, fjörur, vita og áhugaverða staði og miðar að því að mest alla … Nánar.........

og þröstur Friðfinnsson

Þröstur ráðinn sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi

Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1. ágúst nk. Þröstur er Þingeyingur  uppalinn á Húsavík. Hann hefur nýverið látið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Dögun ehf., rækjuvinnslu og útgerð á Sauðárkróki eftir 10 ára starf, þar áður var hann útibússtjóri … Nánar.........

Mynd: 640.is

Heilbrigðisstofnanir sameinaðar

Heilbrigðisráðherra hefur í dag gefið út reglugerð um frekari sameiningu heilbrigðisstofnana. Samkvæmt henni verða stofnanir sameinaðar í þremur heilbrigðis-umdæmum. Með þessu telst lokið sameiningu heilbrigðisstofnana í  öllum heilbrigðisumdæmum landsins, eins lög um … Nánar.........

Hanverkskonur baka gómsætar lummur

Útimarkaður HMH við Fosshól

Hinn árlegi Útimarkaður Handverkskvenna milli heiða verður haldinn laugardaginn 12. júlí, á lóðinni sunnan við búðina við Fosshól. Herlegheitin hefjast kl. 11:00 og fjörið stendur til kl. 17:00. Tískusýning verður á vörum Goðafossmarkaðar kl. 14:30. Ljúf tónlist mun óma, verslanir opnar, … Nánar.........

DANÍEL HANSEN OG BJARNVEIG SKAFTFELD MEÐ FORINGJA SÉR AÐ BAKI.

Fræðasetur um forystufé opnar á Svalbarði

Fræðasetur um forystufé var opnað í blíðskaparveðri á Svalbarði í Þistilfirði laugardaginn 29. júní 2014.  Fjölmargir gestir lögðu mislanga leið sína þangað til þess að samfagna og skoða safnið en þeir komu víða að. Allir sem við var rætt voru sammála um að virkilega vel hefur tekist til. Gamla … Nánar.........

vakta.is

Vöktunarþjónustan Vakta.is – Eftirlit með fasteignum

Vöktunarþjónustan Vakta.is, sem býður upp á eftirlit með fasteignum, hóf starfsemi í vor. Starfsemin felst í eftirliti með fasteignum svo sem sumarhúsum, íbúðarhúsum og atvinnuhúsnæði sem er sniðið að þörfum viðskiptavina. Á heimasíðu Vakta.is segir á í mörgum tilfellum sé hægt að koma í veg fyrir … Nánar.........

fólksflutningabillinn er illa farinn eftir brunann. Mynd: Sóley Hulda Þórhallsdóttir

Fólksflutningabifreið illa farin eftir bruna

Fólksflutningabíll brann til kaldra kola í Ljósvatnsskarði í hádeginu í dag skammt frá Stórutjarnaskóla. Slökkvilið Þingeyjarsveitar, sem er með aðstöðu við Stórutjarnaskóla, brást hratt við og var komið á staðinn uþb. 10 mín síðar til að slökkva eldinn. Fólksflutningabíllinn var mannlaus fyrir utan … Nánar.........

logo Þingeyjarsveit

1,5 milljóna kr. sálfræðikostnaður vegna Þingeyjarskóla

149. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn 3. júlí sl. og fyrir fundinum lágu þrír samningar milli sveitarfélagsins og þriggja aðila um ráðgjöf vegna skólamála Þingeyjarskóla. Umræddir samningar eru við HLH ehf. um rekstur og framtíðarskipulag Þingeyjarskóla, samningur við Ráðbarð sf. … Nánar.........